A

Kerfissmíði

Þú þarft kerfi sem er ekki til

Við byggjum flókin kerfi sem virka. Backend-miðuð vinna sem knýr fyrirtæki áfram. Frá API hönnun til gagnavinnslu - við tökum að okkur þau verkefni sem aðrir forðast.

Hvernig við nálgumst þetta

Við byggjum ekki bara það sem þú biður um - við komumst að því hvað þú raunverulega þarft. Mörg verkefni mistakast vegna þess að þau leysa rangt vandamál. Við byrjum á því að skilja reksturinn þinn, ferlin og hvar raunverulega núningurinn er. Síðan byggjum við einföldustu lausnina sem leysir vandamálið. Við notum staðlaðar, opnar tæknilausnir svo þú sért aldrei læstur inni hjá okkur. Ef þú vilt taka kerfið yfir seinna, geturðu það. Eða við getum rekið það fyrir þig sem þjónustu.

.NET Skýjalausnir PostgreSQL API 10+ ár í rekstri

Þetta er fyrir þig ef...

Þekkir þú þessa aðstöðu?

Gögn föst í sílóum

Þú ert að afrita gögn á milli töflureikna og þriggja mismunandi kerfa. Ekkert talar saman. Við byggjum tengingarnar.

Hugbúnaður sem passar ekki

Þú keyptir hugbúnað en hann passar ekki alveg við hvernig þú vinnur í raun. Þú hefur verið að beygja ferlin þín að tólinu í stað þess að gera öfugt.

Einstakt viðskiptaferli

Viðskiptaferlið þitt er einstakt og engin tilbúin vara nær yfir það. Þú þarft eitthvað byggt fyrir nákvæmlega hvernig þú vinnur.

Hvað felst í þessu

  • Sérsniðin kerfisþróun
  • API hönnun og útfærsla
  • Gagnavinnslukerfi
  • Samþætting kerfa

Hvað breytist

  • Kerfi sem passar við þitt ferli - ekki öfugt
  • Staðlaðar tæknilausnir sem þú getur tekið með þér
  • Annað hvort átt þú það algjörlega, eða við sjáum um allt

Við skulum ræða þína stöðu

Segðu okkur frá vandamálinu og við svörum fljótt.

Hafa samband